Netheimur er stoltur styrktaraðili Vilborgar Örnu Gissurardóttur sem leggur af stað í næstu viku í 50 daga gönguferð á Suðurpólinn. Vilborg ætlar “Sóló á Suðurpólinn” og verður þannig fyrsta íslenska konan til að ganga þessa leið.

Netheimur setti upp og hýsir vefsíðuna lifsspor.is þar sem áheitasöfnun á gönguna fer fram, en ágóðinn mun renna til LÍFs styrktarfélags, ásamt því að hægt verður að fylgjast með ferðinni á vefnum með aðstoða GPS tækja og gervihnattasíma, sem Vilborg mun nota til að senda inn fréttir af sér og ferðinni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *