Einn stærsti gagnaleki í heimi átti sér stað þegar gögnum um Panamaskjölunum var lekið á netið. Hinsvegar vita ekki margir að lekann má rekja til innbrots í gegnum viðbót í WordPress sem heitir Revolution Slider (revslider).

Hakkararnir nýttu sér það að uppfærslum var ábótavant og ekki búið að uppfæra viðkomandi viðbót upp í nýjustu útgáfu og þar með gátu hakkararnir nýtt sér það. Þeir komust inn á vefþjón Mossack Fonseca með einfaldri skriptu sem þeir sóttu á vefnum og náðu þar skeljaraðgang inn á vefþjóninn og þar af leiðandi inn í öll gögn Mossack Fonseca.

Til að koma í veg fyrir innbrot af þessu tagi þá þarftu að halda grunnkerfi WordPress og viðbótum vel uppfærðum og í stöðugri vöktun.

Vanti þig aðstoða við að uppfæra vefinn þinn eða vilt koma honum í „fóstur“ til okkar þá getur þú sent okkur fyrirspurn á vefir@netheimur.is