Bráðlega kemur út ný útgáfa af WordPress, útgáfa 5.0, og er þetta ein stærsta uppfærsla á WordPress frá upphafi.

Aðal breytingin við nýju útgáfuna er hinn svokallaði „Gutenberg“ ritill sem mun taka við af þeim hefðbundna ritli sem hefur verið partur af WordPress kerfinu frá upphafi. Þetta mun hafa gríðarlegar breytingar í för með sér þar sem að efnisvinna með WordPress mun í grundvallaratriðum breytast.

Stærsta breytingin er Gutenberg ritillinn sem gerir notendum kleyft að móta og sníða vefina sína án þess að notast við vinsælar viðbætur eins og Visual Composer og Elementor. Þetta gefur notendum mjög mikinn svegjanleika hvað varðar útlit og form þeirra vefja sem þeir eru með. Ef þú ert nú þegar að keyra vef sem er að keyra síðusmið einsog Visual Composer eða Elementor þá er líklega betra að halda sig við hann eða fara í þá að taka hann alfarið út á þínum vef.

Kynning á Gutenberg ritlinum:

Við höfum verið að undirbúa okkur undanfarna mánuði undir þessar breytingar. Sökum eðlis þeirra mælum við alls ekki með að að uppfæra WordPress eða viðbætur í fljótfærni eða án handleiðslu fagmanna. Ástæðan er sú að sú hugbúnaðarlausn sem hefur verið smíðuð fyrir þig sérstaklega eða þær viðbætur sem þú ert með í notkun gætu brotnað við uppfærsluna.

Okkur finnst nauðsynlegt að koma þessu á framfæri til að koma í veg fyrir óþarfa rekstrarstöðvun á vef ykkar sem afleiðing af fljótfærni.

Fyrirspurnir og pantanir óskast sendar á vefir@netheimur.is

Kær kveðja,
Starfsfólk Netheims