Stutt rof varð seinnipartinn í dag 20.04.2020 á hýstum kerfislausnum hjá Netheimi. Upp kom óvænt rafmagnsbilun. Um ófyrirséð mannleg mistök var að ræða og þurfti að bregðast hratt og örugglega við. Varaaflsstöðvar og díselstöð okkar hér í Borgartúninu fóru í gang og virkuðu sem skildi. Til að tryggja öryggi voru helstu netþjónar okkar teknir niður í stutta stund. Tók síðan um 20-30 mínútur að ræsa allt saman aftur.

Netheimur biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessu fylgdi.

Með bestu kveðju,
Starfsfólk Netheims ehf