WooCommerce viðbót fyrir DK Bókhaldskerfið
Með DKWoo geta fyrirtæki beintengt DK bókhald við WooCommerce vefverslunarkerfið.
Greiðslur
Greiðslur í gegnum vefverslun er val stjórnanda hverju sinni, hægt er að greiða fyrir vörur með greiðslukortum, millifærslum eða öðru.
Sölupantanir
Sölupantanir fara beint inn í DK þegar pöntun er gerð á vefsíðu og statusar í DK beintengdir við WooCommerce. Ef staða pöntunar breytist í DK þá breytist það í WooCommerce og öfugt.
Reikningar
Reikningar stofnast ekki sjálfkrafa í DK til þess að sporna við vandamálum sem kunna að koma upp við bókun reikninga. En reikningar geta stofnast sjálfkrafa í DK sé þess óskað.