Viðbót fyrir WordPress

Með því að byggja á rafrænum skilríkjum frá traustum útgefanda getur þú treyst því að þú vitir hverjir þínir viðskiptavinir eru í raun og veru. Stífar kröfur um sterk og flókin lykilorð leiða til þess að margir neytendur hætta við að stofna reikninga hjá nýjum aðilum.

 

Hvernig virkar lausnin?

Lausnin er sjálfstæð WordPress viðbót með tilbúnu viðmóti sem hægt er að setja inn á þinn vef. Með henni er því óþarfi að smíða allt frá grunni, útbúa sér stuðning fyrir bæði skilríki á farsíma og skilríki á kortum eða öðru formi, meðhöndla allar villumeldingar rétt o.fl. Það eina sem þarf að gera er að setja viðbótina inn á réttan stað á vefnum þínum og sjá til þess að vefurinn þinn taki síðan við upplýsingunum um notandann eftir auðkenninguna. Lausnin er hönnuð til að lágmarka vinnu og kostnað við innleiðingu, tryggja öryggi notandans og eiganda vefsins.

 

Nýskráning – Innskráning

Notandi á vef nýskráir sig með farsíma sínum eða Smart-ID.  Stofnast sem notandi um leið á vef og fær úthlutað sínum aðgangi að vefnum. Nýskráning tekur nokkrar sekúndur !

Prófaðu lausnina hér
MEira öryggi

Fækkaðu netsvikum og fölsunum í kerfinu þínu.

Kaupandi hættir við

30% af viðskiptum í vefverslunum verða ekki að veruleika kaupum vegna þess að neytendurnir geta ekki munað lykilorðið sitt. Með rafrænni auðkenningu geta neytendur nýskráð sig inn í vefverslun og klárað kaupin á öruggan og einfaldan hátt.

Aðgangur að gögnum

Fylgjast með beiðnum um aðgang eða eyðingu á gögnum.