SKILMÁLAR

Netheimur.is netverslun selur varning tengdan Netheimi.  Þú velur vöru, setur í körfu, velur greiðslufyrirkomulag og pöntunin er afgreidd um leið og greiðsla hefur borist. Þegar greiðsla hefur borist færðu kvittun fyrir vörukaupunum í tölvupósti og þar með er kominn á samningur milli þín og Netheimur.is netverslun. Sé vara uppseld verður haft samband við þig hið fyrsta og þér boðin önnur vara eða full endurgreiðsla. Það tekur í flestum tilvikum 3-4 daga að fá vöruna í hendurnar eftir að pöntun er móttekin, en pantanir eru ekki sendar út um helgar.

SELJANDI

Seljandi er Netheimur ehf. kt. 540998-2809, Sóltúni 26, 105 Reykjavík. VSK númer : 59594

VERÐ

Verð eru tilgreind með virðisauka. Netheimur ehf áskilur sér rétt til að útbúa ópersónugreinanlegar tölfræðilegar samantektir og aðrar afleiddar upplýsingar sem án alls vafa eru ekki persónugreinanlegar og nota sér þær í starfi félagsins, til dæmis fyrir ársskýrslu Netheimur ehf og á fundum á vegum félagsins. 

GREIÐSLUMÖGULEIKAR

  • Boðið er upp á að greiða með greiðslukorti í netverslun Netheimur.is.
  • Hægt er að greiða með greiðslukortum frá Visa, Eurocard/Mastercard.
  • Netverslun Netheimur.is notar örugga greiðslusíðu frá Borgun á Íslandi.

AFHENDINGARSKILMÁLAR

Gorilla Vöruhús sér um dreifingu allra pantana á netverslun Netheimur.is. Gorilla Vöruhús býður upp á þrjár mögulegar afhendingarleiðir sem kaupandi velur í greiðsluferli, ef kaupandi velur „Sækja í Górilla Vöruhús“ þá er sendingarkostnaðurinn 0 kr., ef notandi velur annað hvort „Express heimsending á höfuðborgarsvæðinu“ eða „Sending utan höfuðborgarsvæðis“ þá er sendingarkostnaðurinn 1200 kr. í báðum tilfellum.  Þegar pöntun er komin í póst, eða tilbúin til afhendingar hjá Gorilla Vöruhús fær kaupandi tölvupóst sem tilkynnir að varan sé lögð af stað eða tilbúin til afhendingar.

SKILAFRESTUR OG ENDURGREIÐSLURÉTTUR

Kaupandi hefur 14 daga til þess að hætta við kaup og er vara endurgreidd að fullu ef neðangreind skilyrði eru uppfyllt:
  • Varan skal vera ónotuð og í söluhæfu ástandi.
  • Vara þarf að vera í upprunalegum umbúðum.
  • Greiðslukvittun þarf að fylgja með sendingunni.
  • 14 daga endurgreiðslufrestur hefst þegar varan er afhent skráðum viðtakanda.
Endursenda má vöru til Netheimur ehf. kt. 540998-2809, Sóltúni 26, 105 Reykjavík. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema hann hafi fengið ranga eða skemmda vöru afhenta. Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.

ÁBYRGÐARSKILMÁLAR

Sé keypt vara gölluð, þá ber Netheimur.is netverslun ábyrgð á því og borgar endursendingarkostnað þeirrar vöru.

HÖFUNDARÉTTUR OG VÖRUMERKI

Texti, grafík, lógó, myndir og allt efni á www.netheimur.is eru eign Netheims. Öll afritun og endurdreifing er bönnuð. Netheimur er skráð vörumerki í eigu Netheims og ekki má nota það í tengslum við neina vöru eða þjónustu án skriflegs leyfis frá Netheimi.

TRÚNAÐUR

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

VARNARÞING

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum.

HAFA SAMBAND

Velkomið er að hafa samband í gegnum netfangið sala@netheimur.is ef einhverjar spurningar vakna.

Útgáfa skilmála númer: 1.2