Við erum ein elsta hýsingarþjónusta landsins

Hraði

Hýsingarlausnir okkar keyra á vélbúnaði frá viðurkenndum framleiðendum. Þannig tryggjum við hámarks uppitíma, hraða og lágmarks svartíma.

Öryggi

Við afritum allan búnað og vefi daglega. Hýsingarsalurinn okkar er með hæstu öryggisstöðlum, með öryggisgæslu Securitas 24/7, tvöfalt rafmagns- og netinntak og varaaflsstöðvar.

Skalanleiki

Í vélasal okkar færðu aðgang að interneti, varaafli, afritun, öryggisvottuðu umhverfi og tæknimönnum sem annast allan rekstur.

Vandamál vel leyst og samskipti frábær

Við höfum verið með hýsingu hjá Netheim á okkar vef Grapevine.is og hefur þjónustan verið til fyrirmyndar og uppitími mjög góður. Öll samskipti frábær og öll vandamál sem koma upp með viðbragðstíma vefsins leyst vel og ráðgjöf til fyrirmyndar. Við mælum 100% með þeim.

Hilmar Steinn Grétarsson, útgefandi

Mælum 100% með viðskiptum

Við hjá Kaliber höfum verið með okkar hýsingu í umsjón Netheims / Xnet í allmörg ár og getum vitnað um að þjónusta þeirra, metnaður og þekking er einstök ásamt því að vélbúnaður, öryggi og nettækni er fyrsta flokks. Við mælum 100% með viðskiptum við þau.

Sigurður G. Sigurðsson, eigandi