Hugbúnaðardeild

Rafræn innskráning


Nú getur þú skráð þig inn með rafrænni auðkenningu á WordPress vefinn þinn
Rafræn skilríki

Hvernig virkar lausnin?

Virkni og uppsetning

Lausnin er sjálfstæð WordPress viðbót með tilbúnu viðmóti sem hægt er að setja inn á þinn vef. Bæði fyrir innskráningu á WordPress og Woocommerce. Viðbótinni er einfaldlega hlaðið upp á WordPress vefinn. Þú ferð svo í stillingar á WordPress vefnum og setur inn lykillinn sem þú færð við kaupin.

Eftir að þú hefur keypt viðbótina þarf að hafa samband við Dokobit og gera samning. Kostnaður er tekinn fyrir hverja innskráningu samkvæmt verðskrá Dokobit um auðkenningu. Frá þeim færðu annan lykil sem þú settur einnig inn í stillingar á WordPress vefnum.

Innskráning og nýskráning

Notandi á vef nýskráir sig með farsíma sínum eða Smart-ID. Viðkomandi setur inn netfang sem tengist við aðgang, eftir það þarf notandi aðeins að notast við símanúmerið sitt til að skrá sig inn.

Þegar notandi nýskráir sig nær Dokobit þjónustan í allar helstu upplýsingar um viðkomandi til að geta stofnað aðganginn.