Hugbúnaðardeild

WordPress viðbætur


Það er óþarfi að finna upp hjólið

Við reynum að bæta úr böli með bótum, WordPress viðbótum.

WordPress er eitt stærsta vefumsjónarkerfi í heimi og með því að velja það er hægt að leysa úr langflestum óskum viðskiptavina á ódýran og hagkvæman hátt. Það verður bara að segjast alveg eins og er að við þurfum ekki alltaf að finna upp hjólið. WordPress býður upp á lausnir sem spara tíma og peninga. Sérsmíði er dýrari kostur og það er alltaf gaman að smíða eitthvað nýtt en fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki eru WordPress viðbætur yfirleitt nóg.

Hér eru okkar viðbætur fyrir WordPress!

Rafræn innskráning

Við höfum þróað viðbót sem gefur þér kleift að bjóða rafræna innskráningu í samstarfi við Dokobit. Rafræn innskráning er örugg og góð lausn til að veita aðgang að t.d. mínum síðum

Myndaviðbót

Að setja inn myndir á heimasíðu getur verið góð skemmtun en einnig tímafrek. Myndaviðbótin okkar einfaldar lífið og vinnuna þína. Það þarf bara smá undirbúning og bammm…. Myndir og vörur smella saman.